Rennibrautarsjóðurinn færður Þingeyjarsveit

Á hádegi í dag var sundlaugarrennibrautarsöfnunarsjóðurinn afhentur Þingeyjarsveit til varðveislu. Það var forsvarsfólk rennibrautarsöfnunarinnar, þau Elínborg Benediktsdóttir og Sigurgeir Hólmgeirsson, sem afhentu Tryggva Harðarsyni sveitarstjóra Þingeyjarsveitar sjóðin til varðveislu.

Í frétt á http://641.123.is, segir:


"Ellý og Sigurgeir afhenda rennnibrautarsjóðÞað hefur eflaust ekki farið framhjá neinum í Þingeyjarsveit, að til stendur að byggja rennibraut við sundlaugina á Laugum og hefur söfnunin verið í gangi frá því á vordögum. Í rennibrautarsjóðnum eru nú 767.000 krónur og von er á meiri framlögum í hann á næstunni. Hugmyndir eru uppi um að rennibrautin verði smíðuð hér innanlands og eru þreifingar í gangi þar um. Segja má að það sé í takt við efnahagsástandið að leita til innlendra aðila um smíði rennibrautarinnar."


Söfnuninni er hvergi nærri lokið og geta áhugasamir lagt henni lið með því að legga fé inn á reikning í Sparisjóði Suður-Þingeyinga hér: 1110-05-402638, kt.: 040269-4609.

Meðfylgjandi mynd tók Hermann Aðalsteinsson, ritstjóri fréttavefjarins.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elínborg B Benediktsdóttir

Höfundur

Rennibrautarsöfnun
Rennibrautarsöfnun
Við söfnum fyrir rennibraut við Sundlaugina á Laugum í Þingeyjarsveit. Margt smátt gerir eina rennibraut. Klárum dæmið! Reikningsnúmer: 1110-05-402638. Kt.: 040269-4609.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ellý og Sigurgeir afhenda rennnibrautarsjóð
  • Ellý og Sigurgeir afhenda rennnibrautarsjóð
  • sundlaug laugum 2
  • ...ugum_862111

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband