Rennibrautarsjóðurinn færður Þingeyjarsveit

Á hádegi í dag var sundlaugarrennibrautarsöfnunarsjóðurinn afhentur Þingeyjarsveit til varðveislu. Það var forsvarsfólk rennibrautarsöfnunarinnar, þau Elínborg Benediktsdóttir og Sigurgeir Hólmgeirsson, sem afhentu Tryggva Harðarsyni sveitarstjóra Þingeyjarsveitar sjóðin til varðveislu.

Í frétt á http://641.123.is, segir:


"Ellý og Sigurgeir afhenda rennnibrautarsjóðÞað hefur eflaust ekki farið framhjá neinum í Þingeyjarsveit, að til stendur að byggja rennibraut við sundlaugina á Laugum og hefur söfnunin verið í gangi frá því á vordögum. Í rennibrautarsjóðnum eru nú 767.000 krónur og von er á meiri framlögum í hann á næstunni. Hugmyndir eru uppi um að rennibrautin verði smíðuð hér innanlands og eru þreifingar í gangi þar um. Segja má að það sé í takt við efnahagsástandið að leita til innlendra aðila um smíði rennibrautarinnar."


Söfnuninni er hvergi nærri lokið og geta áhugasamir lagt henni lið með því að legga fé inn á reikning í Sparisjóði Suður-Þingeyinga hér: 1110-05-402638, kt.: 040269-4609.

Meðfylgjandi mynd tók Hermann Aðalsteinsson, ritstjóri fréttavefjarins.


Staðan í dag

Söfnunin gengur framar björtustu vonum. Þegar þetta er skrifað, 13. júní, 2009, hafa safnast um 720.000 kr.

Frábært!


Sigurgeir á Völlum!

Sigurgeir bóndi á Völlum í Reykjadal lagði heldur betur sín lóð á vogarskálar söfnunarinnar þegar hann ákvað að halda upp á 70 ára afmælið sitt með því að taka þátt í rennibrautarsöfnunarfjölskylduhátíð á Laugum. Hátíðin var haldin við Sundlaugina á Laugum á uppstigningardag, fimmtudaginn 21. maí 2009 milli kl. 15-17.

Þar voru:
  • Hoppukastalar í boði Garðars Héðinssonar í Laxárvirkjun
  • Uppboð í umsjón Stefáns í Hólkoti
  • Grillaðar pylsur, drykkir og nammi

Á fjórða hundrað manns kom á svæðið og söfnuðust alls um 400 þúsund krónur og eftir þennan dag voru til í sjóðnum um 680 þúsund.

Sérstakar þakkir fá eftirtaldir aðilar sem lögðu framtakinu lið: Þingeyjarsveit, Tryggvi sveitarstjóri og starfslið Sundlaugarinnar á Laugum, þau Snæbjörn og Hrefna, Garðar Héðinsson (Hoppukastalaleiga), Stefán Þórisson, uppboðshaldari, Fjarðarkaup, Myllan, Ölgerðin, Norðlenska, Emmess ís, Prjónabúðin Tinna, Leikfélag Akureyrar, Snyrtipinninn, Proact, Tím heildverslun, Ásbjörn Ólafsson heildverslun, 66°N, Stóruvellir, Ásta Price nuddari, Jarðböðin í Mývatnssveit og Margt smátt. Jafnframt þökkum við öllum hjálparhellunum sem lögðu okkur lið með margvíslegri aðstoð þennan magnaða dag.  Við skorum á alla þá sem áhuga hafa á því að koma upp rennibraut á Laugum að styðja verkefnið áfram á einn eða annan hátt. Leggja má inn á reikning söfnunarinnar í Sparisjóði Suður-Þingeyinga: 1110-05-402638, kt.: 040269-4609.  

Söfnum fyrir rennibraut á Laugum og klárum dæmið!

Í tilefni af útskrift minni sem stúdent frá Laugum þann 23. maí síðastliðinn og að auki 40 ára afmælinu mínu, ákvað ég að láta þann „gamla“ draum minn rætast að stofna sjóð sem renna skyldi til fjármögnunar á vatnsrennibraut í nýju sundlauginni okkar að Laugum. Mig langaði að sýna þannig starfsfólki og nemendum Laugaskóla þakklætisvott fyrir ánægjuleg samskipti með því að stofna þennan sjóð.

Rennibrautin mun síðan nýtast nemendum og íbúum Þingeyjarsveitar og nærsveita og verða sterkt aðdráttarafl í ferðaþjónustu sem eflist sífellt. Í gegnum tíðina hef ég kynnst fjölda fólks hvaðanæva að úr Þingeyjarsýslu sem allt hefur góðar taugar til Laugaskóla, ýmist verið þar sjálft, sótt sér maka þangað, unnið þar, og þá ekki síst við eða vegna Laugaskóla, svo eitthvað sé nefnt.  Og iðulega tala Laugamenn um að fara heim að Laugum! þegar þeir hittast. Ég hvet eldri sem yngri og núverandi sem fyrrverandi nemendur og starfsmenn við Laugaskóla, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að sýna þessum sjóði velvild og láta eitthvað renna til hans því margt smátt gerir eitt stórt. Það sýndi sig árið 2006 fyrir unglingalandsmót að við getum svo sannarlega unnið saman þegar unmennafélagsandinn vakir yfir.  Reikningurinn hefur verið stofnaður og er að sjálfsögðu í „Sparisjóði Íslands“, sem sagt: Sparisjóði Suður-Þingeyinga: Banki: 1110. Höfuðbók: 05. Reikningsnúmer: 402638. Kennitala: 040269-4609. Með kveðju,  Elínborg Benediktsdóttir (betur þekkt sem Hár-Ellý)

 


Um bloggið

Elínborg B Benediktsdóttir

Höfundur

Rennibrautarsöfnun
Rennibrautarsöfnun
Við söfnum fyrir rennibraut við Sundlaugina á Laugum í Þingeyjarsveit. Margt smátt gerir eina rennibraut. Klárum dæmið! Reikningsnúmer: 1110-05-402638. Kt.: 040269-4609.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ellý og Sigurgeir afhenda rennnibrautarsjóð
  • Ellý og Sigurgeir afhenda rennnibrautarsjóð
  • sundlaug laugum 2
  • ...ugum_862111

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband